Miðvikudagur, 06 Júní 2018 14:49

Fyrirlestrar með Hardy Fink - Hvetjum alla til að mæta

Í næstu viku, nánar tiltekið mánudaginn 11 júní og miðvikudaginn 13. júní mun hinn heimsfrægi menntamaður Hardy Fink halda fyrirlestar fyrir áhugasama þjálfara. Auk þess sem fyrirlestrarnir hrinda af stað fyrsta parti af 3A sérgreinanámskeiði FSÍ sem áætlað er að sé á dagskrá í janúar 2019.

Hardy Fink er yfirmaður Þjálfaramenntunar hjá alþjóða fimleikasambandinu FIG - FIG Academy educationl programs, hann hefur bæði þróða námsefnið og kennt í þjálfara Akademíunni. Hardy hefur verið ráðgjafi FIG um þróunn dómarareglna í öllum greinum fimleika. Hann hefur meðal annars verði formaður tækninefndar karla hjá FIG, lengi vel alþjóðlegur dómari auk þess sem að hann stjórnaði í áraraðir afreksprógrammi kanadíska fimleikasambandsins. 

Nánari upplýsingar og dagskrá má finna hér í viðhengi.

 

Við hvetjum alla fimleikaþjálfara og þá sérstaklega þá sem að vinna með efri þrep og flokka að láta þetta ekki framhjá sér fara.

 

Fundirnir fara fram í fundarsal E, 3. hæð í íþróttamiðstöðinni Laugardal og hefjast þeir báða dagana kl 19:00.

 

Skráning fer fram í gegnum Þjónustugátt FSÍ eða hægt er að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

Hlökkum til að sjá ykkur