Þriðjudagur, 29 Maí 2018 13:14

Karlalandsliðið á leið til Koper í Slóveníu

Karlalandsliðið í áhaldafimleikum, skipað þeim Arnþóri Jónassyni, Eyþóri Baldurssyni og Valgarð Reinhardssyni, lagði í morgun af stað til Koper í Slóveníu til keppni á heimsbikarmóti á vegum Alþjóða fimleikasambandsins, FIG.
Dómari á mótinu fyrir Íslands hönd er Anton Heiðar Þórólfsson og þjálfari er Róbert Kristmannsson.

Mótið er upphafið að löngu og ströngu keppnistímabili landsliðanna sem líkur á HM í Qatar í lok október.