Þriðjudagur, 08 Maí 2018 17:29

Unglingalandslið Íslands til Baku

Landsliðsþjálfarar unglinga í áhaldafimleikum, Róbert Kristmannsson og Þorbjörg Gísladóttir, hafa valið fulltrúa Íslands til þátttöku á úrtökumót fyrir Ólympíuleika ungmenna sem fram fer í Baku í Azerbaijan þann 23. júní.  

Á mótinu getur mest einn drengur og ein stúlka frá hverri þjóð tryggt sér þátttökurétt á leikunum og fær Evrópa í heildina 17 sæti í stúlknakeppninni og 17 sæti í drengjakeppninni á leikunum.

Ísland hefur þegar fengið úthlutað sæti fyrir dreng á leikunum en þarf samt sem áður að senda fulltrúa til þátttöku á mótinu til að þeir geti öðlast keppnisrétt á leikunum. Í stúlknaflokki þurfum við hinsvegar að berjast fyrir sætinu.

Lið Íslands skipa:

Emilía Björt Sigurjónsdóttir, Björk

Jónas Ingi Þórisson, Ármanni

Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu

Vigdís Pálmadóttir, Björk

 

Hildur Ketilsdóttir fylgist stúlknaliðinu sem þjálfari þar sem Þorbjörg Gísladóttir mun dæma á mótinu. Andri Wilberg Orrason mun hinsvegar dæma drengjakeppnina og Róbert Kristmannsson þjálfar.