Miðvikudagur, 11 Apríl 2018 12:26

Beinar útsendingar frá NM unglinga í Joensuu

Nú er komið að því sem unglingaliðin í hópfimleikum hafa stefnt að í allan vetur, þ.e. Norðurlandamót unglinga í Joensuu í Finnlandi. Hægt verður að kaupa beina útsendingu frá mótinu á vefsíðunni http://tgnordics2018.com/index.php/livestream/og hvetjum við alla áhugasama um fimleika til að fylgjast með því sem fram fer enda stórt hópfimleikaár framundan með EM í Portúgal í október.

Gerpla og Stjarnan keppa í stúlknaflokki og Stjarnan í drengjaflokki og fer keppnin fram laugardaginn 14. apríl.

Það er mikil spenna í hópnum fyrir verkefninu en liðin fá að æfa í keppnishöllinni á föstudag og svo hefst keppni blandaðra liða kl. 7:30 á laugardagsmorgun.

Íslensku liðin fá þó aðeins þægilegri dagskrá því keppni í kvennaflokki hefst klukkan 10:30 á íslenskum tíma og í karlaflokki klukkan 12:22.

Íslensku liðin eru við öllu búin, líka veðrinu en háir skaflar eru í Joensuu og enn má búast við snjókomu.

Myndin hér fyrir neðan var send til okkar frá Joensuu í vikunni.