Föstudagur, 09 Mars 2018 17:13

Mótahelgin mikla 10 - 11. mars 2018

Nú um helgina verður mikið um að vera í mótahaldi hjá Fimleikasambandinu en alls fara fram 3 mót hjá þremur mótshöldurum.

Stærsta mótið fer fram í Versölum, Gerplu en þar spreyta stelpur sig á Bikarmóti í 4. - 5. þrepi. Í Laugabóli, Ármanni verður keppt á Bikarmóti í 4. - 5. þrepi drengja og að lokum fer fram Bikarmót í Stökkfimi í  Varmá í umsjón Aftureldingar.

Gera má ráð fyrir að hátt i 600 börn spreyti sig á mótum helgarinnar en gríðarleg fjölgun iðkenda í fimleikum gerir það að verkum að mótahald verður sífellt umsvifameira og fjölbreyttara um hverja helgi.

Við óskum keppendum helgarinnar góðs gengis og vonum að þau jafnt sem aðstandendur þeirra eigi ánægjulega helgi framundan.

 

Hér í viðhengjum má sjá skipulög mótanna.