Föstudagur, 23 Febrúar 2018 20:55

Topp Mótið 2018

Nú um helgina fer fram Toppmótið í hópfimleikum en þar er keppt í meistaraflokki og 1. flokki.

Mótið fer fram í Varmá í Mosfellsbæ og er þetta í fyrsta skipti sem Afturelding heldur mót af þessari stærðargráðu en mikill vöxtur hefur verið í fimleikum í Mosfellsbæ frá því nýtt fimleikahús var tekið í notkun.

Á Toppmótinu eru meistaraflokkarnir að stíga sín fystu skref eftir Norðurlandamótið sem fram fór í lok október en í 1. flokki er hörð barátta um sæti á Norðurlandamóti unglinga en lokaval á það mót fer fram á bikarmóti eftir 3 vikur. Línurnar fyrir það hverjir berjast um sætin munu því líklegast skýrast á laugardag og spennan í mannskapnum er mikil.

 

Keppni á mótinu hefst kl. 14:30 og líkur kl. 15:45. Rétt rúmur klukkutími af fjöri og spennu. Ekki láta ykkur vanta.

 

Skipulag mótsins má sjá hér í viðhengi.