Föstudagur, 16 Febrúar 2018 15:01

Sigurvegarar í hönnunarkeppni FSÍ og Fimleikar.is

Sigurvegarar hafa verið valdir í hönnunarleik Fimleikasambands Íslands og Fimleikar.is. Við fengum til liðs við okkur landsliðsfólkið Dominiqua Alma Belányi og Eyþór Örn Baldursson. Þáttaka var framar okkar björtustu vonum og er greinilegt að mikið af hönnuðum býr í hreyfingunni. 

Sigurvegari drengja var Kristófer Lárus Jónsson frá FIMAK.

  

Innilega til hamingju Kristófer! Glæsilegur keppnisbúningur!

Sigurvegari stúlkna var Petrún Anna Pálsdóttir frá Stjörnunni.

  

Innilega til hamingju Petrún Anna. Ótrúlega flott hönnun. 

Vinningshafar frá bolina sína framleidda hjá Fimleikar.is og fá að sjálfsögðu eitt eintak af bolnum sjálf. Bolirnir koma í sölu þegar þeir hafa verið framleiddir og verður hægt að nálgast þá hér. 

Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og hlökkum til þess að vinna með öllu því hæfileikaríka fólki sem er í hreyfingunni okkar í framtíðinni.