Þriðjudagur, 23 Janúar 2018 13:46

Ofbeldi verður ekki liðið – Siðareglur FSÍ

Velferð iðkenda í fimleikum er okkur öllum mikilvæg. Fimleikasambandið skipaði í því sambandi Aga- og siðanefnd FSÍ á síðasta ári, sem hefur það að markmiði að huga að og stuðla að jákvæðri líkamlegri og andlegri velferð iðkenda okkar. Nefndina skipa;

        
Lína Ágústsdóttir, formaður
                                   Una Emilsdóttir,             Hildur Skúladóttir,
héraðsdómslögmaður                                            læknir                            BSc í sálfræði
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Einnig er hægt er að hafa samband við nefndina í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Siðareglur 
Nefndin hefur sett fram siðareglur og má þess geta að reglurnar eru lifandi plagg sem er í sífelldri vinnslu, iðkendum okkar til hagsbóta. Við hvetjum félögin í landinu til að nýta þessar reglur í sínu félagi og/eða aðlaga þær að sínu umhverfi. Nefndin hefur leiðbeinandi hlutverk og eftirlitsskyldu með eftirfylgni og brotum á siðareglunum. Þá mun viðbragðsteymi nefndarinnar segja til um hvaða aðgerða skuli gripið ef fram kemur kvörtun, rökstuddur grunur eða ábending um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi í fimleikafélagi í samræmi við viðbragðsáætlun.

Fræðsludagur FSÍ
Í ljósi umræðunnar síðustu mánuði tók Fimleikasambandið þá ákvörðun að halda fræðsludag fyrir alla þjálfara, stjórnarfólk félaganna og alla þá sem vinna í fimleikahreyfingunni. Þar var Æskulíðsvettvangurinn meðal annars með fyrirlestur um ofbeldi á börnum sem fór undir nafninu ,,Verndum þau". Eins og umræðan undanfarið hefur sýnt, þá er nauðsynlegt að skerpa á umræðuefninu. Fimleikasambandið er því mjög stolt af því að geta sagt að allir þjálfarar innan hreyfingarinnar sátu þennan fyrirlestur og var það forsenda fyrir útgáfu þjálfaraleyfis fyrir tímabilið 2017 - 2018. Þar að auki var fyrirlesturinn þýddur á þremur tungumálum; ensku, rússnesku og ungversku. Auk þess hefur Fimleikasambandið yfirfarið fræðslukerfið hjá sér og mun sú vinna halda áfram út árið. 

Bjarkarhlíð
Einnig má benda á þá þjónustu sem Bjarkahlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, býður upp á. Bjarkarhlíð býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Hjá Bjarkarhlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta er undir sama þaki með það að marki að auðvelda þolendum að leita aðstoðar. Hægt að óska eftir viðtalstíma með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Öll sú þjónusta er endurgjaldslaus og nánari upplýsingar má finna hér.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ)
ÍSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið af #MeToo umræðunni undir nafninu: Ofbeldi verður ekki liðið.

Yfirlýsing ÍSÍ;
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi.

Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir merkinu #metoo hefur beint athyglinni að víðfeðmu ofbeldi gagnvart konum um allan heim og þá oft í krafti valds eða stöðu þess sem því beitir.
ÍSÍ fagnar þeirri umræðu sem fylgt hefur #metoo herferðinni og þakkar þeim einstaklingum sem þar hafa komið fram með frásagnir sínar fyrir frumkvæðið og hugrekkið sem þeir hafa sýnt, með því að skýra frá þessum alvarlegu málum og vekja upp nauðsynlega umræðu um vandann. ÍSÍ er nú að leita leiða til að tryggja þeim sem orðið hafa fyrir alvarlegu ofbeldi í tengslum við íþróttastarf faglega aðstoð.

Það er og hefur verið markmið íþróttahreyfingarinnar að tryggja öryggi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem iðka og starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þau skilaboð sem fram hafa komið með frásögnum íslenskra kvenna um ofbeldi innan hreyfingarinnar á Íslandi hafa sýnt að ástæða er til að gera betur.

Íþróttahreyfingin mun ekki sitja aðgerðarlaus hjá varðandi þann vanda sem birst hefur gegnum #metoo herferðina og er þegar hafin vinna við að móta aðgerðir sem gagnast geta hreyfingunni í baráttunni gegn ofbeldi.
Skilaboðin eru einföld: Ofbeldi verður ekki liðið!

Nánari upplýsingar um forvarnir og fræðslu má finna hér.

Við ráðningu þjálfara
Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög þeirra geta haft samband við þjónustumiðstöð UMFÍ og leitað eftir því að UMFÍ fái sakavottorð þeirra sem sækja um störf hjá viðkomandi félagi. Sakavottorð er fyrir þá dóma og brot á viðurlögum sem viðkomandi hefur hlotið hjá dómstólum og öðrum yfirvöldum hér á landi og erlendis.

Samkvæmt Æskulýðslögum er óheimilt að ráða einstaklinga til starfa sem hafa hlotið refsidóma vegna ofbeldisbrota, ávana- og fíkniefna eða kynferðisbrota. Æskilegt er að allir þeir sem starfa með börnum og ungmennum skili inn samþykkt fyrir því að þeirra aðildarfélag hafi heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá. Heimildin veitir félögum rétt til að sækja gögn vegna ofbeldisbrota (3 - 5 ár aftur í tímann), vegna ávana- og fíkniefnabrota (3 - 5 ár eftir í tímann) og vegna kynferðisbrota (engin tímamörk).

Sambandsaðilum UMFÍ býðst að senda eyðublöð til framkvæmdastjóra UMFÍ. UMFÍ þarf ekki að greiða fyrir þessa þjónustu hjá sakaskrá sem annars kostar 2.500kr. á hvert eyðublað.

Hér er finna eyðublað UMFÍ.

Nánari upplýsingar fást í þjónustumiðstöð UMFÍ og í síma 568-2929.

Inn á heimasíðu ÍSÍ má einnig finna samþykki um uppflettingu sakavottorða sem félögin geta sett í sinn búning óski þau þess. Eyðublaðið fylgir einnig með í viðhengi.