Mánudagur, 15 Janúar 2018 11:00

Alls sóttu 65 þjálfarar sérgreinanámskeið hjá FSÍ um helgina

Um helgina fóru fram sérgreinanámskeið 1B og 2A á höfuðborgarsvæðinu.

Á námskeiði 1B voru alls 42 skráðir úr 14 félögum. Námsefni sem tekið var fyrir voru fimleikasýningar, samskipti í fimleikasal, grunnþættir þjálfunar, líkamsbeiting og móttaka og kóreógrafía. Þau félög sem áttu fulltrúa á námskeiðinu voru eftirfarandi; ÍA, Björk, Ármann, Hólmavík, ÍR, Gerpla, Grótta, Afturelding, Sindri, Stjarnan, Stokkseyri, Þór og Fylkir. Kennarar námskeiðsins voru Anna Sóley Jensdóttir, Fanney Magnúsdóttir, Hildur Ketilsdóttir, Íris Mist Magnúsdóttir, Ragnar Magnús Þorsteinsson, Sandra Dögg Árnadóttir, Sif Pálsdóttir, Svava Björg Örlygsdóttir, Sæunn Viggósdóttir og Þorgeir Ívarsson

Námskeið 2A fór fram á sama tíma þar sem alls 23 þjálfarar voru skráðir úr 8 félögum; ÍA, Björk, ÍR, Fylkir, Gerpla, Grótta, Fjölnir, Stjarnan og Selfoss. Þar var tekið fyrir þrekþjálfun, aflfræði, teygjur, dýnustökk, trampólínstökk fyrir hópfimleika og rár og stökk fyrir áhaldafimleika. Kennarar námskeiðsins voru þau Fanney Magnúsdóttir, Guðmundur Þór Brynjólfsson, Hlín Bjarnadóttir, Kristinn Þór Guðlaugsson og Þórdís Ólafsdóttir.

Við þökkum þjálfurum námskeiðanna sérstaklega fyrir þeirra framlag.

Næst á dagskrá er fyrirlesturinn Verndum þau sem fram fer í kl. 19:00 í kvöld í E-sal í ÍSÍ. Á miðvikudag hefst svo dómaranámskeið í hópfimleikum sem lýkur næstkomandi sunnudag. 

Ennþá er opið fyrir skráningu á námskeið 1A sem fer fram 17. og 18. febrúar. Skráning lokast 9. febrúar.