Þriðjudagur, 09 Janúar 2018 11:46

Nýtt námskeið leit dagsins ljós

Um helgina fór fram seinni hluti þjálfaranámskeiðs í sérgreinahluta 2B. Alls sóttu 34 þjálfarar námskeiðið frá 9 félögum og var kennt í ÍSÍ, Fjölni, Fylki og Björk. Við þökkum félögunum kærlega fyrir liðlegheitin og að fá aðgang að þeirra húsnæði.

 

Kennarar námskeiðsins voru Axel Ólafur Þórhannesson, Berglind Pétursdóttir, Guðmundur Þór Brynjólfsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Hlín Bjarnadóttir og Sandra Dögg Árnadóttir. Við þökkum kennurum kærlega fyrir sína vinnu og á meðfylgjandi myndum má sjá þau að störfum. 

Námskeiðið er nýtt í fræðslukerfi Fimleikasambandsins og fékk það mjög góðar viðtökur. Stefnt er á að halda námskeiðið aftur næsta haust og verður það auglýst síðar. Námskeiðið er hluti af þróun fræðslukerfisins en stefnt er að því að geta hafið kennslu á þriðja stigi í náinni framtíð. 

Næst á dagskrá eru námskeiðin 1B og 2A sem kennd verða víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu næstu helgi. Í lok janúar verða svo haldin tvö dómaranámskeið í hópfimleikum. Það fyrra í Reykjavík og Keflavík dagana 17. - 21. janúar og það síðara á Egilstöðum dagana 25. - 28. janúar.