Sunnudagur, 07 Janúar 2018 13:21

Kjör ársins hjá UEG. Kjóstu þitt uppáhalds fimleikafólk!

Árlegt kjör Evrópska fimleikasambandsins (UEG) er nú í fullum gangi. Þar geta aðdáendur kosið uppáhalds fimleikafólkið sitt og árangur ársins 2017.

Um er að ræða fimm flokka: Fimleikakarl ársins, fimleikakona ársins, lið ársins, rísandi stjarna ársins og framúrskarandi árangur ársins 2017.

Tilnefningar komu frá tækninefnd Evrópska fimleikasambandsins, starfsmönnum og 50 fimleikafélögum.

Skoðaðu tilnefningarnar og kjóstu þinn uppáhalds fimleikamann og besta árangur ársins 2017!

Þú getur kosið hér!