Þriðjudagur, 28 Nóvember 2017 11:04

Dómaranámskeið í hópfimleikum

Dagana 17. - 21. janúar 2018 verður haldið dómaranámskeið í hópfimleikum í Reykjavík. Kenndar verða nýjar reglur UEG, COP 2017 - 2021.

Námskeiðinu verður skipt í tvo hópa, þá sem eru að endurnýja réttindi sín og þá sem eru að taka dómarapróf í fyrsta skipti.

Skráning fer fram í þjónustugátt FSÍ fyrir föstudaginn 15. desember, skráning lokast 23:59 þann dag. Vinsamlegast skráið í dálkinn “Lýsing” hvort viðkomandi er að endurnýja réttindi eða er nýr dómari.

Þeir dómarar sem vilja skrá sig utan félags senda skráningu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem fram kemur fullt nafn, kennitala og netfang.

Nánari dagskrá námskeiðsins verður gefin út eftir að skráningu lýkur. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 15 manns.
Aldurstakmark á námskeiðið er 16 ár (fædd/ur 2002).

Námskeiðisgjald fyrir leyfishafa er 25.000 kr.

Námskeiðisgjald fyrir dómara utan leyfiskerfis er 35.000 kr.