Fimmtudagur, 09 Nóvember 2017 19:54

Stærsta hópfimleikamót ársins í beinni á RÚV2!

Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í Lund í Svíþjóð á laugardag. Ísland sendir fimm lið til keppni, en kvennalið Stjörnunnar á titil að verja frá síðasta móti. Gerpla á einnig lið í kvennakeppninni, Stjarnan og Gerpla í keppni blandaðra liða og Gerpla er svo einnig með karlalið.

Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV2 og hvetjum við alla til að horfa á okkar besta fimleikafólk keppa á stærsta móti ársins. 

Liðin ætla að leyfa ykkur að fylgjast með sér á snapchat. Kvennalið Gerplu var með snappið í gær, blandað lið Stjörnunnar er með snappið í dag, blandað lið Gerplu heldur stuðinu uppi á morgun og núverandi Norðurlandameistarar í kvennaliði Stjörnunnar verða svo með snappið á keppninni sjálfri á laugardaginn. 

Fylgist með flotta fimleikafólkinu okkar og addið okkur á snappinu: fsifimleikar ásamt því að fylgja okkur á instagram: Fimleikasamband

     

 

Áfram Ísland!

#fyririsland
#fimleikar