Þriðjudagur, 07 Nóvember 2017 14:36

Seinni úrtökuæfing landsliða vegna EM í hópfimleikum 2018

Seinni úrtökuæfing landsliðana fer fram sunnudaginn 19. nóvember, kl. 18:30 – 22:00. Vinsamlegast athugið að mögulega gætu tímasetningar breyst eftir að skráningu er lokið og fjöldi iðkenda liggur fyrir. Upplýsingar um slíkt verða sendar um leið og skráningu lýkur.

Æfingin er ætluð bæði unglingum og fullorðnum og verður haldin í Gerplu, Versölum 3, Kópavogi.

Til að vera gjaldgengur á þessa æfingu þarf að uppfylla eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum;

 • Þú komst ekki á fyrri úrtökuæfinguna.
 • Þú gast af einhverjum ástæðum ekki sýnt öll stökk eða öll móment á síðustu æfingu, t.d. vegna meiðsla. Ath. þeir sem uppfylla þetta skilyrði, sýna einungis það stökk eða það móment sem þeir gátu ekki sýnt síðast.
 • Þú getur gert stökk núna sem þú sýndir ekki á síðustu æfingu. Ath. þeir sem uppfylla þessa kröfu sýna einungis það stökk en ekki önnur stökk sem þeir hafa þegar sýnt.
 • Ef um sérstök tilfelli er að ræða, er hægt að sækja um undanþágu fyrir því að mæta aftur. Skrá þarf ástæðu þess þegar sótt er um. Hvert tilfelli verður metið fyrir sig. Tilgreina þarf hver þjálfari iðkenda er og Fimleikasambandið mun hafa samband við tiltekna þjálfara.

Úrtökuæfingin er liður í því að velja úrvalshópa landsliða en þeir verða tilkynntir í byrjun desember. Undir lok íslenska keppnistímabilsins verða síðan tilkynntir fjórir landsliðshópar Íslands, kvennalið, stúlknalið, blandað lið fullorðinna og blandað lið unglinga.


Myndbandsupptökur:  Þeir aðilar sem ekki geta mætt í úrtökur, t.a.m. vegna þess að þeir búa erlendis, býðst að senda inn myndbönd af sér að framkvæma æfingarnar. Vinsamlegast sendið myndböndin á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Ef myndböndin eru of stór, er einnig hægt að hlaða þeim upp á t.d. Youtube og deila þeim með sama netfangi.  Athugið að þetta er eingöngu í boði fyrir þá sem búa erlendis eða eru að ferðast á þeim tíma sem úrtökur eiga sér stað. Allir sem senda inn myndbönd þurfa einnig að  hafa skráð sig í gegnum skráningarformið (sjá að neðan). Frestur til að senda inn myndbönd rennur út um leið og seinni úrtökuæfing á sér stað (19. nóvember).

Nokkur praktísk atriði:

 • Allir iðkendur fá númer og tekin verður mynd af öllum áður en æfing hefst.
 • Stokkið verður í mjúka lendingu og gert ráð fyrir öryggismóttökum.
 • Landsliðsþjálfarar munu fylgjast með framkvæmd æfinga og safna upplýsingum sem notaðar verða til að ákveða úrvalshópa.
 • Reyndir þjálfarar verða til staðar til að styðja við iðkendur en mælst er til þess að félagsþjálfarar mæti með sínum iðkendum og veiti þeim stuðning og móttöku eftir þörfum.
 • Unglingar: Notað verður trampólín að gerðinni Dorado - 36 gorma í hæð 75cm. Hæð á hesti verður 1.60.
 • Fullorðnir: Notað verður trampólín að gerðinni Dorado - 40 gorma í hæð 75cm. Hæð á hesti verður 1.65.

Skráning:

Allir sem hyggjast gefa kost á sér í landslið þurfa að skrá sig í úrtökur. Skráning fer fram á eftirfarandi slóð.

Skráning.

Skráningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 16. nóvember.

 

Hverjir eiga að skrá sig og mæta?

Gert er ráð fyrir að þeir sem gefi kost á sér í landslið hafi ákveðið getustig. Sjá eftirfarandi viðmið til að aðstoða við að ákveða hvort þú eigir að gefa kost á þér:

Kröfur fyrir unglinga:  Leitað er eftir einstaklingum sem hafa gott vald á 2 af 3 áhöldum sbr. eftirfarandi viðmið:

 •       Gólfæfingar: Almennt sterkir í gólfæfingum, gott vald á píróettum, hoppum og jafnvægisæfingum
 •       Dýna: Geta framkvæmt einhverjar af eftirfarandi æfingum:

o   Framheljar með beinum líkama, kraftstökk, framheljar með beinum líkama og hálfri skrúfu eða

o   Framheljar með beinum líkama, arabastökk, flikk, heljarstökk með beinum líkama og einni skrúfu eða

o   Arabastökk, flikk, tvöfalt heljarstökk samanbogið

 •       Trampolín: Geta framkvæmt einhverjar af eftirfarandi æfingum:

o   Tvöfalt heljarstökk, vinklað með hálfri skrúfu eða

o   Yfirslag framheljar með hálfri skrúfu eða

o   Tsukahara Pike

 

Þegar skráningu er lokið fá iðkendur aðgang að frekari upplýsingum um þær æfingar sem landsliðsþjálfarar óska eftir að sjá á úrtökuæfingunni.

Kröfur fyrir fullorðna:  Leitað er eftir einstaklingum sem hafa gott vald á 2 af 3 áhöldum sbr. eftirfarandi viðmið:

 •       Gólfæfingar: Almennt sterkir í gólfæfingum, gott vald á píróettum, hoppum og jafnvægisæfingum
 •       Dýna: Geta framkvæmt einhverjar af eftirfarandi æfingum:

o   Framheljar með beinum líkama og heilli skrúfu, kraftstökk, framheljar með beinum líkama og hálfri skrúfu eða

o   Framheljar með beinum líkama og heilli skrúfu, arabastökk, flikk, tvöfalt heljarstökk eða

o   Arabastökk, flikk, tvöfalt heljarstökk vinklað

 •       Trampolín: Geta framkvæmt einhverjar af eftirfarandi æfingum:

o   Tvöfalt heljarstökk, með beinum líkama, einni og hálfri skrúfu eða

o   Yfirslag framheljar með beinum líkama og hálfri skrúfu eða

o   Tsukahara með beinum líkama

 

Þegar skráningu er lokið fá iðkendur aðgang að frekari upplýsingum um þær æfingar sem landsliðsþjálfarar óska eftir að sjá á úrtökuæfingunni.

Áfram Ísland!
#fyririsland