Mánudagur, 06 Nóvember 2017 11:28

Úrslit frá Haustmóti í þrepum, frjálsum æfingum og Stökkfimi

Nú er Haustmóti í þrepum og frjálsum æfingum í áhaldafimleikum lokið. Mótinu var skipt upp í tvo hluta, fyrri hlutinn fór fram helgina 28. og 29. október, þar sem keppt var í 3. - 1. þrepi og frjálsum æfingum í Gerplu. Nýliðna helgi fór svo seinni hluti mótsins fram, þar sem keppt var í 5. og 4. þrepi á Akureyri. 

Um helgina fór einnig fram Stökkfimimót á Akranesi þar sem keppendur á aldrinum 9 - 15 ára kepptu á dýnu og trampólíni. 

Mótin heppnuðust frábærlega og þökkum við mótshöldurum og öðrum starfsmönnum fyrir þeirra framlag.

Úrslit mótana má sjá hér í viðhengjum.