Fimmtudagur, 19 Október 2017 12:18

Stúlknalandslið á TopGym í Belgíu

Landsliðsþjálfari stúlkna, Þorbjörg Gísladóttir, hefur valið þær Sonju Margréti Ólafsdóttur og Vigdísi Pálmadóttur í stúlknalið Íslands sem tekur þátt í TOP GYM mótinu í Belgíu í lok nóvember.

Árangur á mótum á síðasta keppnistímabili sem og frammistaða á landsliðsæfingum í haust var lögð til grundvallar valinu.

Keppt er 25. og 26. nóvember en það er sömu helgi og kvennalandsliðið keppir á Cottbus í Þýskalandi.  Tilkynnt verður um val í kvennalandsliðið á mánudag.