Mánudagur, 16 Október 2017 16:05

Frábær landsliðshelgi að baki

Heimsmeistaramótið í Montréal er varla búið þegar næstu verkefni hlaðast upp hjá Fimleikasambandinu.

Um helgina sem leið voru rúmlega 200 manns í verkefnum á vegum FSÍ en úrtökuæfingar fyrir hópfimleikalandsliðin 2018 fóru fram um helgina ásamt landsliðsæfingu kvenna í áhaldafimleikum. 

Úrtökuæfing fyrir kvennalandsliðið, blandað lið fullorðinna og hluta af unglingsstúlkum fóru fram í Gerplu á laugardag frá 16:00-21:00 og á sunnudag á sama tíma í Stjörnunni fór fram úrtökuæfing fyrir unglingalandsliðin okkar. Gríðarlega góð þátttaka var á æfingunum en með dómurum og þjálfurum sem tóku þátt í æfingunni voru rúmlega 200 manns að vinna að því að Ísland verði upp á sitt besta á EM í Portúgal í október á næsta ári. 


Mynd frá úrtökuæfingu unglinga

Áhaldafimleikalandslið kvenna var svo á sinni síðustu landsliðsæfingu fyrir Norður-Evrópumótið sem fram fer í Færeyjum um næstu Helgi.


Mynd af landsliðsæfingu kvenna

Karlalandsliði og kvennalandsliðið eiga eftir eitt keyrslumót þar sem þau keyra æfingarnar sínar í gegn fyrir mótið en keyrslumót hjá kölunum fer fram í Gerplu á morgun, þriðjudag frá 17-20:00 á meðan kvennalandsliðið er með sína keyrsluæfingu í Ármanni frá 17:30 – 20:30 á miðvikudag.

Að lokum halda Gerpla og Stjarnan sameiginlegt keyrslumót í hópfimleikum en bæði félög eiga lið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum í byrjun nóvember. Keyrsluæfingin fer fram í húsakynnum Aftureldingar í Varmá í Mosfellsbæ næstkomandi laugardag.