Mánudagur, 09 Október 2017 15:50

Kynningafundur fyrir Golden Age

Næstkomandi miðvikudag, 11.október verður kynningarfundur á fimleikahátíðinni Golden age. Hátíðin er ætluð fólki á aldrinum 50+ og verður haldin í Pesaro á Ítalíu 15. - 21. september 2018.

Fundurinn fer fram í húsnæði ÍSÍ, D-sal á þriðju hæð og hefst kl. 20:00. Síðastliðna helgi fór fram kynningarfundur í Pesaro sem Helga Svana Ólafsdóttir sótti fyrir hönd FSÍ. Hlíf Þorgeirsdóttir var einnig á fundinum sem varaformaður UEG nefndarinnar um Fimleika fyrir alla. Viðburðurinn er gríðarlega vinsæll um allan heim við hvetjum alla fimleikaáhugamenn á þessum aldri til þess að kynna sér málið. Þetta er frábær viðburður, bæði til að taka þátt í og fylgjast með. 

Heimasíða hátíðarinnar er http://www.goldenage2018.com/.