Föstudagur, 06 Október 2017 15:28

Oksana Chusovitina kosin fulltrúi íþróttamanna í framkvæmdarstjórn FIG

Fimleikakonan Oksana Chusovitina frá Uzbekistan var á síðastliðinn fimmtudag kosin fulltrúi íþróttamanna inn í framkvæmdarstjórn hjá Alþjóða fimleikasambandinu (FIG) sem fulltrúi áhaldafimleika kvenna. Kjörið fór fram í Kanada þar sem Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum fer fram. Chusovitina hefur hún verið kosin til fjögurra ára.

,,Mig langar að þakka öllum. Ég mun reyna að gera mitt besta til að gefa ykkur það besta" sagði Chusovitina. Sem talsmaður fimleikakvenna telur hún að reynsla hennar sem íþróttamaður hafi kennt henni hvað sé nauðsynlegt til að bæta þægindi og vellíðan íþróttamannana.

Chusovitina sem er 42 ára, hefur tekið þátt í sjö Ólympíuleikum, ásamt því að keppa á sínu 16. heimsmeistaramóti nú í Montreal. Hún byrjaði feril sinn fyrir Sovétríkin og vann sín fyrstu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Á ferli sínum hefur hún unnið alls ellefu verðlaun á heimsmeistaramóti, þar af þrjú gullverðlaun, ásamt því að vinna tvö verðlaun á Ólympíuleikum.

Hér má sjá Chusovitina á podium æfingu á Heimsmeistaramótinu í Kanada.

Við óskum Chusovitina til hamingju með sætið.