Föstudagur, 06 Október 2017 14:05

Nýr heimsmeistari krýndur í fjölþraut karla á HM!

Fjölþraut karla á HM í áhaldafimleikum lauk í gær með nýjum sigurvegara, en hinn japanski Kohei Uchimura hefur átt titilinn frá árinu 2009 eða í sex ár í röð. Uchimura tók ekki þátt á mótinu vegna meiðsla, en hann meiddist í ökkla í upphitun í undanrásunum. 

Xiao Ruoteng frá Kína, tók við titilinum í nótt en hann lauk nánast óaðfinnanlegri keppni með því að pinna afstökkið sitt á svifrá og hækkaði samanlagða einkunn sína frá undanúrslitum úr 86.297 í 86.933.

Lin Chaopan liðsfélagi heimsmeistaranns varð í öðru sæti, rétt á eftir Xiao með einkunnina 86.448. Þriðji varð svo Kenzo Shirai frá Japan með samanlagða einkunn 86.431. Kenzo hefur verið frægur fyrir skrúfur í gólfæfingum sínum en gagnrýndur fyrir að gera einungis skrúfur í einfölldum heljarstökkum. Hann gerði sér lítið fyrir í gær og kom og sigraði hjörtu aðdáenda sinna með því að gera tvær umferðir í röð með tvöfölldum heljarstökkum og þrefalldri skrúfu. Fyrst í beinni líkamsstöðu og því næst í samanboginni. 

Manrique Larduet frá Kúbu sem varð fyrstur inn í úrslitin náði ekki að gera jafn góðar æfingar þrátt fyrir að lenda allt og endaði þar að leiðandi í sjötta sæti. 

Hér má sjá úrslitin í heild sinni. 

Hér má sjá mótið í heild sinni.

Fjölþraut kvenna hefst svo í kvöld. 23:00 á RÚV 2.