Fimmtudagur, 05 Október 2017 14:42

Úrslit í fjölþraut karla á HM ráðast í kvöld, í beinni útsendingu á RÚV 2!

Úrslitin á Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum hefjast í kvöld. Þau verða sýnd í beinni útsendingu á RÚV 2 og hefst útsending kl. 23:00. Í kvöld verður keppt í fjölþraut karla en alls komust 24 úr undanrásunum í úrslit. Fyrstur inn var Kúbverjinn Manrique Larduet með 86.699 stig, annar var Ruoteng Xiao frá Kína með 86.297 stig og þriðji með 85.839 stig var Rússinn David Belyavskiy. 

Hér má sjá æfingar Manrique Larduet á tvíslá í undanúrslitum. 


Sigurvegari undankeppninnar, Kúbverjinn Manrique Larduet við æfingar á svifrá.

Núverandi heimsmeistari Kohei Uchimura tók ekki þátt í keppninni vegna ökklameiðsla sem þýðir að nýr heimsmeistari í fjölþraut karla verður krýndur í kvöld, í fyrsta skipti síðan árið 2009.


Kohei Uchimura núverandi heimsmeistari í fjölþraut við æfingar í hringjum.

Hér má sjá þá sem keppa til úrslita í kvöld. 

1. Manrique Larduet (CUB)
2. Xiao Ruoteng (CHN)
3. David Belyavskiy (RUS)
4. Kenzo Shirai (JPN)
5. Oleg Verniaiev (UKR)
6. Lin Chaopan (CHN)
7. Yul Moldauer (USA)
8. Nile Wilson (GBR)
9. Pablo Braegger (SUI)
10. Ahmet Onder (TUR)
11. Nikita Nagornyy (RUS)
12. Jossimar Calvo Moreno (COL)
13. Fehrat Arican (TUR)
14. Caio Souza (BRA)
15. Artur Davtyan (ARM)
16. Marios Georgiou (CYP)
17. Philipp Herder (GER)
18. Kevin Cerda (MEX)
19. Eddy Yusof (SUI)
20. Tomas Kuzmickas (LTU)
21. Robert Tvorogal (LTU)
22. Garam Bae (KOR)
23. Zachary Clay (CAN)
24. Joel Plata Rodriguez (ESP)

Varamenn:
1. Pietro Giachino 
2. Riess Beckford
3. Dzianis Sanuvonh
4. Lorenzo Galli

Á morgun verður svo keppt í fjölþraut kvenna og úrslit á áhöldum fara svo fram laugardag og sunnudag.