Fimmtudagur, 03 Ágúst 2017 09:53

Vel heppnað World gym for life challenge

Síðast liðna helgi fór fram World Gym For Life Challenge í Noregi þar sem saman voru komnir rúmlega 2000 þátttakendur í 106 sýningarhópum. Þetta er í þriðja skiptið sem sem keppnin er haldin en öll atriðin fá umsögn frá dómurum. 

Okkar kona, Hlíf Þorgeirsdóttir, var dómari að þessu sinni og segir að gaman hafi verið að sjá hvað sumir hóparnir lögðu mikið í atriðin, búningana og alla umgjörðina. Vinningshafarnir í ár var hópur frá Grikklandi og þrátt fyrir nokkra vankanta í kóreografíunni heillaði hópurinn áhorfendur og matsmenn. Hlíf segir að það besta við fimleika fyrir alla er að allir geta tekið þátt og að þú þarft ekki að vera með tíu í tækni og útfærslu til að vinna gull, heldur skiptir frumleiki og útgeislun jafnmiklu máli.

World Gym For Life er haldið á fjögurra ára fresti og er fyrir alla!