Föstudagur, 07 Apríl 2017 13:26

Íslandsmótið 2017 í áhaldafimleikum

 

 

 

 

Um helgina fer fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum, sem er hluti af Meistaradögum RÚV 2017. Keppni hefst kl 14:15.

Keppni í áhaldafimleikum verður mjög spennandi . Keppt verður í kvenna- og karlaflokki fullorðinna og unglinga . Í  keppni kvenna eru allar okkar bestur fimleikakonur skráðar til leiks.Dominiuqa Alma Belány, Agnes Suto, Tinna Óðinsdóttir sem að býr og æfir í Danmörku og Irina Sazaonva núverandi Íslandsmeistari. Óhætt er að segja að hörð keppni verði um titilinn og erfitt að segja til um hver muni standa uppi sem sigurvegari. Í keppni karla mætir Valgarð Reinhardsson til landsins frá Kanada þar sem að hann býr og æfir. Valgarð er í topp formi og á eftir að veita Jóni Sigurði Gunnarssyni núverandi Íslandsmeistara harða keppni.

Í keppni á laugardegi verður keppt um Íslandsmeistaratitil í fjölþraut og á sunnudegi verður keppt um Íslandsmeistaratitla á einstökum áhöldum.

 

Í viðhengi má finna skipulag mótsins.

Facebook - viðburð mótsins - má finna HÉR