Fimmtudagur, 16 Mars 2017 18:02

Bikarmót í 3. - 1. þrepi og frjálsum æfingum - Hópalisti og skipulag fylgir

Nú um helgina fer fram Bikarmót í 3. - 1. þrepi og frjálsum æfingu. Mótið fer fram í Björk.

 

 

Búist er við gríðarlega spennandi keppni í kvennaflokki í ár þar sem Ármann, Björk, Fylkir og Gerpla mæta öll með gríðarsterk lið til leiks.

Ármann er ekki með lið í karlaflokki að þessu sinni og því verða það Björk og Gerpla sem berjast um bikarinn. 

Allar sterkustu fimleikakonur landsins taka þátt í kvennakeppninni, Írena, Agnes Suto, Tinna Óðins og Dominiqua Alma Belányi svo einhverjar séu nefndar.

 

Valgarð Reinhardsson kemur frá Kanada og keppir með Gerplu og í liði Björk, mun margfaldur Íslandsmeistari á síðustu öld, Jóhannes Níels Sigurðarson leggja liðinu lið og sýna listir sínar á bogahesti.

 

Fjölmennum í Björk og sjáum frábæra fimleika !!!

 

HÉR má sjá facebook viðburð mótsins

 

Í viðhengjum má sjá skipulag og hópalista.