Þriðjudagur, 14 Mars 2017 08:55

Bikarmót í hópfimleikum - Stjarnan Bikarmeistari kvenna

Stjarnan Mfl KVK Stjarnan Mfl KVK

Seinna bikarmótið í hópfimleikum fór fram nú um helgina í Ásgarði Garðabæ í umsjón fimleikadeildar Stjörnunnar.  

Stjarnan kom sá og sigraði í meistaraflokki kvenna en liðið hafði mikla yfirburði i keppninni. Stjarnan sýndi frábæra takta og framkvæmdu meðal annars nýja sameiginlega umferð á dýnu sem að við erum nokkuð viss um að ekki hafi áður sést í kvennakeppni í heiminum. Lið Gerlpu hafnaði í öðru sæti.

Í meistaraflokki blandaðra liða var það einnig Stjarnan sem að stóð uppi sem sigurvegari og Gerpla hafnaði i öðru sæti.

Eitt lið mætti til leiks í keppni karla og var það lið Gerplu. Strákanir sýndu frábærar æfingar og var gaman að sjá strákalið mætt aftur til keppni.

Önnur úrslit mótsins má finna hér eða í viðhengjum.

 

Margar skemmtilegar fréttir hafa verið birtar um mótið. Hér má sjá linka á nokkrar þeirra.

Frétt MBL

Frétt á Vísi og mikið af myndum

RUV.IS - Frétt og Videó

 

Mótið var sýnt í beinni útsendingu á RÚV og má sjá útsendinguna hér.