Fimmtudagur, 09 Mars 2017 13:30

WOW Bikarmótið í hópfimleikum

WOW Bikarmótið í hópfimleikum fer fram nú um helgina eða 11. - 12. mars í Ásgarði, Garðabæ í umsjón Fimleikadeildar Stjörnunnar. Á mótinu er keppt í 2. - 1. flokki og meistaraflokki.

 

Mótið telur til stiga í GK deildarkeppninni.

 
Mótið nær hápunkti þegar öll okkar bestu lið mæta til leiks á Sunnudaginn kl 15:40. Sá hluti mótsins verður einnig í beinni útsendingu á aðalrás RÚV. Við hvetjum þá sem að ekki komast í Stjörnunna að stilla á RÚV, útsendingin hefst kl 16:00.

 

Nánara skipulag mótsins má sjá hér í viðhengi.